Milljarðamæringurinn Elon Musk er langt því frá sáttur með stofnun samfélagsmiðilsins Threads sem svipar til Twitter.
Hann birti sérkennilega áskorun til Mark Zuckerberg á Twitter í gærdag, en í henni skoraði hinn sérvitri Musk á Meta-eigandann í mælingu á typpastærðum, það er að segja, hvor er stærri, Twitter eða Threads?
Twitter-eigandinn, sem er 52 ára gamall og tíu barna faðir, sendi frá sér áskorunina aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kallaði Zuckerberg „veikburða aumingja“ (e. cuck) á samfélagsmiðlinum.
Milljarðamæringarnir hafa lengi átt í bitrum deilum og er líklegt að þær magnist á komandi dögum og vikum nú þegar Zuckerberg hefur sett á markað miðil sem ógnar framtíð Twitter. Yfir 70 milljónir notenda skráðu sig á Threads á fyrstu dögum þess og er miðillinn á góðri leið að verða stærri en Twitter.
Zuckerberg hefur ekki svarað þessari áskorun Musk, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Musk skorar á Meta-eigandann. Þeir samþykktu í júní að mæta hvor öðrum í UFC-bardagabúri, en bardaginn hefur ekki farið fram.
I propose a literal dick measuring contest 📏
— Elon Musk (@elonmusk) July 10, 2023