Musk sendi Zuckerberg sérkennilega áskorun

Elon Musk hefur skorað á Mark Zuckerberg enn og aftur.
Elon Musk hefur skorað á Mark Zuckerberg enn og aftur. AFP

Milljarðamæringurinn Elon Musk er langt því frá sáttur með stofnun samfélagsmiðilsins Threads sem svipar til Twitter.

Hann birti sérkennilega áskorun til Mark Zuckerberg á Twitter í gærdag, en í henni skoraði hinn sérvitri Musk á Meta-eigandann í mælingu á typpastærðum, það er að segja, hvor er stærri, Twitter eða Threads?

Twitter-eigandinn, sem er 52 ára gamall og tíu barna faðir, sendi frá sér áskorunina aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kallaði Zuckerberg „veikburða aumingja“ (e. cuck) á samfélagsmiðlinum. 

Milljarðamæringarnir hafa lengi átt í bitrum deilum og er líklegt að þær magnist á komandi dögum og vikum nú þegar Zuckerberg hefur sett á markað miðil sem ógnar framtíð Twitter. Yfir 70 milljónir notenda skráðu sig á Threads á fyrstu dögum þess og er miðillinn á góðri leið að verða stærri en Twitter. 

Zuckerberg hefur ekki svarað þessari áskorun Musk, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Musk skorar á Meta-eigandann. Þeir samþykktu í júní að mæta hvor öðrum í UFC-bardagabúri, en bardaginn hefur ekki farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney