Þættirnir Succession hlýtur flestar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna í ár. Hljóta þættirnir, sem framleiddir eru af HBO, alls 27 tilnefningar. Tilnefningar til verðlaunanna voru opinberaðar í dag.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í síðustu þáttaröð Succession en er þó ekki tilnefndur. Lék hann í fjórum þáttum í seríunni.
Í flokki leikara í aukahlutverki í dramaþáttum eru Succession-leikararnir Brian Cox, Kieran Culkin og Jeremy Strong tilnefndir.
The Last Of Us hlýtur alls 24 tilnefningar og The White Lotus 23 tilnefningar.
Ted Lasso hlaut 21 tilnefningu og Beef og Monster: The Jeffrey Dahmer Story hlutu 13 verðlaun hvor um sig.
Emmy-verðlaunin verða afhent hinn 18. september.
Yfirvofandi er þó verkfall félaga í Screen Actors Guild. Setið við samningaborðið í Hollywood og ef ekki nær saman hefst verkfall á miðnætti í Bandaríkjunum í kvöld.
Ef leikarar verða enn í verkfalli í september ætla þeir sér að sniðganga verðlaunahátíðina og verður henni þá seinkað.