Oppenheimer og Barbie saman í eina sæng

Hægt verður að njóta þessara ólíkru mynda á einni og …
Hægt verður að njóta þessara ólíkru mynda á einni og sömu kvikmyndasýningunni. Samsett mynd

Sambíóin munu standa fyrir tvöfaldri kvikmyndasýningu, þar sem kvikmyndirnar Barbie og Oppenheimer verða sýndar í röð, með 15 mínútna hléi á milli mynda. Sýningin fer fram í Egilshöll þann 22. júlí næstkomandi og segja Sambíóin að hér sé um einstakan viðburð að ræða í sögu íslenskra kvikmyndahúsa.

Það sem gerir kvikmyndakvöldið svona einstakt er að um mjög ólíkar myndir er að ræða. Annars vegar er það Barbie sem er fyrsta leikna útgáfan um dúkkurnar Barbie og Ken, en til eru þó nokkrar teiknimyndir um ævintýri þessara vinsælu leikfanga. Miðað við myndir og stiklur úr myndinni mega áhorfendur eiga von á ansi litríkri kvikmynd þar sem æpandi bleikur er í fyrirrúmi.

Hins vegar er það hin myrkari Oppenheimer sem fjallar um ævi J. Robert Oppenheimer og hlutverk hans í þróun atómsprengjunnar. Leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, hefur lýst myndinni sem hálfgerðri hrollvekju sem sé uppfull af siðferðislegum spurningum og þversögnum.

Hér er því um að ræða einstaka upplifun þar sem andstæðurnar verða í fyrirrúmi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar