Bók Katrínar og Ragnars lofuð í Bretlandi

Ragnar og Katrín eru væntanlega ánægð með umsögnina í FT.
Ragnar og Katrín eru væntanlega ánægð með umsögnina í FT. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur er norræn glæpasaga í hæsta gæðaflokki, að mati gagnrýnanda Financial Times.

Í umsögn blaðsins segir að Katrín virðist hafa lært af þeim bestu, bæði meðhöfundi sínum, Ragnari Jónassyni, og áhrifavaldi og á þar við Arnald Indriðason.

Reykjavík kemur út í Bretlandi þann 17. ágúst næstkomandi og er væntanleg á fjölda tungumála austan hafs og vestan á næstunni.

Spurt um skynsemi

Rýnir Financial Times spyr í upphafi umfjöllunar sinnar hvort það sé skynsamlegt fyrir forseta og forsætisráðherra að reyna fyrir sér við ritun glæpasagna – sama hversu freistandi það sé sölulega séð og vísar til Clinton-hjónanna í því sambandi.

Katrín hafi fengið einn fremsta íslenska höfundinn með sér í lið þó hún sé ekki viðvaningur á ritvellinum, þar eð hún skrifaði meistararitgerð sína um íslenskar glæpasögur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson