Fékk fyrstu þrjár Emmy-tilnefningarnar á einu bretti

Pedro Pascal er einn af þeim vinsælustu í Hollywood um …
Pedro Pascal er einn af þeim vinsælustu í Hollywood um þessar mundir. AFP/Michael Tran

Leikarinn Pedro Pascal fór á örskotsstundu úr því að vera leikari án Emmy-tilnefninga í að búa yfir þremur tilnefningum fyrir þrjú mismunandi hlutverk. Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær.

Pascal fær tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki í dramaþáttum fyrir hlutverk sitt í The Last of Us, fyrir besta gestahlutverk í gamanþáttum fyrir Saturday Night Live og fyrir bestu frásögn fyrir náttúrulífsþættina Patagonia: Life on the Edge of the World, sem framleidd var af CNN.

Emmy-verðlaun­in verða af­hent hinn 18. sept­em­ber en þó gæti yfirvofandi verkfall félaga í Screen Actors Guild haft áhrif á hátíðina. Ef leik­ar­ar verða enn í verk­falli í sept­em­ber ætla þeir að sniðganga verðlauna­hátíðina og verður henni þá seinkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka