71 árs piparsveinn í leit að ástinni

Gerry Turner leitar að ástinni í The Golden Bachelor.
Gerry Turner leitar að ástinni í The Golden Bachelor. Samsett mynd

Framleiðendur The Bachelor hafa formlega kynnt til leiks hinn svokallaða „gullára–piparsvein“.

Í bandaríska morgunþættinum Good Morning America var hulunni svipt af fyrsta piparsvein „spin–off“ seríunnar The Golden Bachelor, en í henni fá þátttakendur yfir fimmtugt tækifæri á að finna ástina. 

Hinn 71 árs gamli Gerry Turner var valinn úr hópi umsækjenda og mun án efa heilla dömurnar upp úr skónum. Turner er ekkill og býr í sannkölluðu draumahúsi við fallegt stöðuvatn í Indiana. Hann er kominn á eftirlaun og nýtur gulláranna með dætrum sínum, barnabörnum og vinum.

Giftist æskuástinni og var giftur í 43 ár

Turner giftist æskuástinni, Toni Turner, árið 1974, og voru þau hamingjusamlega gift í 43 ár. Saman eignuðust þau tvær dætur, Angie og Jenny. Toni lést árið 2017 eftir erfið veikindi. 

Nú sex árum eftir andlát eiginkonu sinnar segist Turner tilbúinn að finna ástina á ný og voru það dætur hans sem hvöttu hann til þátttöku. 

Framleiðendur þáttanna vona að með útgáfu The Golden Bachelor nái þeir að endurheimta vinsældir sínar, en áhorf raunveruleikaþáttanna hefur dalað mikið á síðustu misserum enda hefur sams konar þáttum fjölgað gífurlega. 

Turner byrjar að afhenda rósir á ABC í haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar