Katrín Edda gæsuð í miðbænum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur hjá Bosch, átti góðan dag.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur hjá Bosch, átti góðan dag. Samsett mynd

Síðastliðna helgi komu vinkonur Katrínar Eddu Þorsteinsdóttur henni verulega á óvart með skemmtilegri gæsun í Reykjavík.

Katrín Edda er búsett í Þýskalandi, en hún og eiginmaður hennar Markus Wass­er­bäch giftu sig í ráðhúsi þar í fyrra. Í sumar ætla þau svo að halda kirkjubrúðkaup og almennilega veislu á Íslandi.

„Elsku bestu konurnar í lífi mínu komu mér sko heldur betur á óvart í gær með geggjaðri gæsun. Þvílíkur dagur! Svo þakklát fyrir að eiga svona dýrmætar vinkonur,“ skrifaði Katrín Edda við skemmtilega myndaröð á Instagram, en hún hefur verið dugleg að deila myndum og myndskeiðum frá deginum á samfélagsmiðlum.

Húllumhæ, heilsulind og karíókí

Katrín Edda er mikill aðdáandi kvikmyndarinnar Avatar, en hún byrjaði daginn í líkasmræktarstöðinni World Class þar sem hún var klædd upp sem Na'vi úr Avatar. Þar fór hún í ýmsar keppnir áður en haldið var í „brunch“ þar sem leikarinn Birna Rún Eiríksdóttir hélt stuðinu uppi.

Því næst lá leiðin í miðbæ Reykjavíkur þar sem vinkonurnar höfðu skipulagt allskyns skemmtun og húllumhæ, þar á meðal danstíma í Kramhúsinu og skemmtilega leiki. 

Eftir allan hamaganginn fór hópurinn svo í heilsulind og átti þar ljúfar stundir, en vinkonurnar mættu svo endurnærðar í kvöldmat og karíókí.

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar