22 ára youtube-stjarna fannst látin

Annabelle Ham.
Annabelle Ham. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Annabel Ham er látin 22 ára að aldri. Fjölskylda Ham greindi frá andláti hennar á mánudag.

„Við skrifum þetta með sorg í hjarta. Annabelle fékk flogakast og er nú farin til himna,“ skrifaði fjölskylda Ham við færslu sem birtist á instagram-síðu hennar. „Hún barðist við þetta í langan tíma og vildi gera allt til að vekja athygli á þessum erfiða sjúkdómi, sem við munum nú halda áfram að gera henni til heiðurs.“

Að því er fram kemur á DailyMail hafði Ham verið viðstödd gæsapartí í Fairhope í Alabama þegar hún týndist. Systir stúlkunnar tilkynnti hvarfið á Facebook, en þar kom fram að hún hefði síðast sést gangandi meðfram bryggju nálægt partístaðnum. „Systir mín er týnd. Hún gæti hafa dottið fram af bryggjunni.“

Lögreglan í Fairhope gaf út yfirlýsingu um Ham stuttu síðar, en þar var tilkynnt að samfélagsmiðlastjarnan hefði fundist látin. Engar frekari upplýsingar voru gefnar.

Ham öðlaðist frægð á Youtube þegar hún stofnaði lífsstílsrás á síðunni árið 2014. Hún var með yfir 70.000 fylgjendur á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup