Söngkonan Lana Del Rey vakti mikla athygli í Alabama á dögunum, en söngkonan lagði hljóðnemann frá sér til þess að hella upp á kaffi og taka við matarpöntunum gesta Waffle House. Það er vinsæll matsölustaður víðsvegar um Bandaríkin.
Rey sinnti ýmsum verkefnum og vann bæði á bak við afgreiðsluborðið og í matsalnum ásamt því að sitja fyrir myndum með aðdáendum.
Myndir af söngkonunni í þjónustubúningnum fóru á flug á samfélagsmiðlum og sem fyrr létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Starfsmaður mánaðarins á Waffle House: Lana Del Rey,“ tístu netverjar.
Rey er ein farsælasta söngkona síðari tíma og kom nýverið fram á uppseldum tónleikum í Hyde Park í Lundúnum.
Fulltrúar söngkonunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla varðandi starfsdag söngkonunnar á matsölustaðnum, en Rey hafði áður lýst því yfir að hún væri áhugasöm um að auka færni sína og kynna sér aðra starfsmöguleika.
Lana Del Rey working at Waffle House pic.twitter.com/7V5av4OFrs
— honeymoun (@honeymounz) July 20, 2023
Lana Del Rey spotted working at a Waffle House in Alabama. pic.twitter.com/CLWuvEyazr
— Pop Crave (@PopCrave) July 20, 2023