Íslendingar borguðu 35,7 milljónir á Barbenheimer um helgina

Kvikmyndirnar Barbie og Oppenheimer hafa vakið mikla athygli.
Kvikmyndirnar Barbie og Oppenheimer hafa vakið mikla athygli. Samsett mynd

Síðastliðin helgi var viðburðarrík í kvikmyndahúsum landsins þar sem tvær stórmyndir, Barbie og Oppenheimer, voru frumsýndar. Eftirvæntingin eftir kvikmyndunum ætti ekki að hafa farið framhjá neinum enda hefur svokallað Barbenheimer-æði tekið yfir um allan heim. 

Íslenskir kvikmyndagestir létu ekki sitt eftir liggja um helgina og flykktist kvikmyndaáhugafólk á stórmyndirnar tvær. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Frísk, Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, að úr hafi orðið stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. 

Tekjuhæsta kvikmyndahelgi sögunnar

Eins og vestanhafs tók Barbie toppsætið og þénaði hún alls tæpar 21,5 milljónir króna í miðasölu hérlendis. Oppenheimer tók annað sæti vinsældalistans eins og annars staðar í heiminum og þénaði kvikmyndin rúmar 14,2 milljónir króna. 

Barbenheimer þénaði því alls rúmar 35,7 milljónir króna hér á landi á þremur dögum. Alls nam miðasala helgarinnar í kvikmyndahúsum hér á landi tæpar 43 milljónir króna sem gerir helgina að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar