Söngvari The 1975 móðgaði malasísk yfirvöld

Söngvari The 1975 móðgaði malasísk yfirvöld með orðræðu sinni á …
Söngvari The 1975 móðgaði malasísk yfirvöld með orðræðu sinni á tónleikum sveitarinnar í Kúala Lúmpur. Skjáskot/Instagram

Matt Healy, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar The 1975, lét nokkur vel valin orð falla til stuðnings réttindabaráttu hinsegin fólks á tónleikum sveitarinnar í Kúala Lúmpur í síðustu viku, en samkynhneigð er glæpur í Malasíu sem getur varðað allt að tuttugu ára fangelsi. 

Reiði kraumar í Malasíu eftir tónleika The 1975, en hljómsveitin var að spila á tónlistarhátíðinni Good Vibes þegar söngvari sveitarinnar er sagður hafa mengað andrúmsloftið með blótsyrðum og endað ræðu sína á eldheitum kossi með bassaleikara sveitarinnar, Ross MacDonald.

Drakk á sviðinu og eyðilagði dróna

Hljómsveitinni var þegar skipað af sviðinu af embættismönnum í borginni enda var gjörningur Healy lögbrot í Malasíu. Margir heimamenn eru þó sagðir hafa kunnað að meta orð söngvarans en segja hann þó hafa aukið óöryggi mikið fyrir meðlimi LGBTQI+ samfélagsins þar í landi. 

Að sögn sjónarvotta drakk Healy áfengi og eyðilagði dróna sem tilheyrði tónleikahöldurum áður en hann hóf að ganga um sviðið og segja sína meiningu með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég sé ekki tilganginn með því að bjóða okkur hingað og segja okkur síðan með hverjum við megum og megum ekki stunda kynlíf,“ sagði Healy við áhorfendur hátíðarinnar.

Eftir atvikið með Healy var tónleikahátíðinni aflýst, en alþjóðlegir listamenn á borð við The Kid Laroi, The Strokes og Ty Dolla $ign voru á meðal þeirra sem áttu eftir að koma fram. 

Hljómsveitinni The 1975 hefur nú verið bannað að koma fram í Malasíu.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney