Sinéad O'Connor látin

Írska söngkonan Sinéad O´Connor.
Írska söngkonan Sinéad O´Connor. mbl.is/Cover Media

Söngkonan Sinéad O'Connor er látin 56 ára að aldri, samkvæmt fréttasíðunni Irish times. Dánarorsökin hefur ekki verið opinberuð. 

Andlátið ber að einu og hálfu ári eftir að sonur hennar, Shane Lunny, féll fyrir eigin hendi, þá 17 ára gamall. 

O'Connor skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum með ábreiðu sinni á laginu Nothing Compares to you eftir Prince. Yfir ferilinn hennar, sem spannaði meira en þrjá áratugi, gaf hún út tíu stúdíóplötur. 

Talið er að tónlistarkonan, sem breytti nafni sínu í Shuahada´ Sadaqat árið 2018 eftir að hún snerist til Íslamstrúar, hafi fyrir andlát sitt dvalið ýmist í Co Roscommon á Írlandi og í Englandi. 

Í síðustu Twitter-færslu sinni deildi O'Connor mynd af Shane og skrifaði við hana: „Ég hef verið ódauð næturvera síðan þá. Hann var ástin í lífinu mínu, lampinn af sálinni minni."

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir