Tina Fey líklegur arftaki Michaels

Lorne Michaels og Tina Fey.
Lorne Michaels og Tina Fey. Samsett mynd

Lorne Michaels, maðurinn sem skapaði langlífasta gamanþátt í bandarískri sjónvarpssögu, Saturday Night Live, og hefur setið við stjórnvölinn frá upphafi, gæti loksins verið kominn með arftaka. Fregnir herma að fyrrverandi yfirhöfundur þáttarins og gamanleikkonan, Tina Fey, sé efst á lista yfir kandídata til þess að taka við af Michaels. 

Heimildamaður sagði í samtali við The Post að búið sé að biðja leikkonuna, sem var yfirhöfundur og hluti af leikaraliði SNL á árunum 1997 til 2006, um að taka við hlutverki Michaels, ef og þegar hann ákveður að stíga niður. Hann hefur stýrt gamanþáttunum frá árinu 1975. 

Ekki hefur verið tilkynnt um starfslok Michaels, en kanadíski framleiðandinn hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji fylgja Saturday Night Live í gegnum 50. þáttaröðina, sem mun hefjast haustið 2024. Margir telja þó líklegt að serían muni ljúka göngu sinni eftir 50. þáttaröðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir