Málaferlin gætu reynst Harry kostnaðarsöm

Dómsmálið gæti kostað Harry prins mikla fjármuni ef það fellur …
Dómsmálið gæti kostað Harry prins mikla fjármuni ef það fellur ekki honum í hag. AFP

Sérfræðingar telja að barátta Harry prins við bresku pressuna muni koma til með að kosta hann milljónir punda í lögfræðikostnað. 

Prinsinn hefur lögsótt útgefanda The Sun og The News of the World á grundvelli ólögmætrar upplýsingaöflunar. Dómari hefur hins vegar vísað þeim hluta málsins frá sem varðar hleranir, á grundvelli ónógra gagna til þess að byggja málshöfðun á.

Mikið högg fyrir Harry

„Þetta er mikið högg fyrir Harry,“ segir Paul Britton lögfræðingur, en heldur þó að þetta muni ekki stöðva Harry í baráttu sinni sem hann telur að sé mikilvæg og réttmæt.

„Dómstólarnir ákváðu að Harry gæti ekki haldið áfram með ásakanir um símhleranir, en þeir leyfðu honum hins vegar að halda til streitu ásökunum varðandi notkun rannsóknarmanna sem fjölmiðlarnir réðu til þess að njósna um prinsinn. Réttarhöldin munu fara fram í janúar á næsta ári.

Britton og fleiri sérfræðingar telja víst að þessi málaferli muni kosta prinsinn milljónir punda í lögfræðikostnað.

„Ég ræði oft við skjólstæðinga mína í upphafi málaferla um kostnaðarliði og fjármögnun og spyr þá hvort þetta sé allt þess virði, fari hlutirnir ekki á þann veg sem þeir vonast til. Prinsinn virðist vera á því að þetta sé þess virði og hann er hvattur áfram af eiginkonu sinni og þessari djúpri hefndarþrá gegn pressunni sem átti hlut í dauða móður hans. Ég er hins vegar mjög efins um að þetta sé þess virði. Þetta eru augljóslega málefni sem má láta reyna á fyrir dómstólum en Harry er ungur maður og ef til vill er betra fyrir hann að verja kröftum sínum í eitthvað betra.“

Feðgarnir óánægðir með Harry

Karl III. kóngur og Vilhjálmur prins eru sagðir mjög óánægðir með málshöfðun Harry prins. 

„Allir í konungsfjölskyldunni vita að Harry er almennur borgari og má gera það sem hann vill án þess að fá leyfi fjölskyldunnar. Það þýðir þó ekki að þeim líki það sem hann gerir,“ segir heimildarmaður náinn fjölskyldunni.

„Þau eru mjög óánægð með tilhugsunina um að Harry tjái sig meira um fjölskylduna opinberlega en eru við öllu búin. Það sem þau eru að einbeita sér að núna er bara að halda áfram og láta þetta ekki trufla sig.“

„Þau munu halda áfram sömu stefnu og svara engum ásökunum sem hann kann að leggja fram. Þessi strategía hefur virkað vel hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka