Gestur á tónleikum Cardi B í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag skvetti drykk úr glasi í áttina að rapparanum á meðan hún var í miðjum flutningi á lagi. Rapparinn hikaði ekki og svaraði fyrir sig með því að fleygja hljóðnema sínum beint í áhorfandann.
Myndskeið frá tónleikunum hafa farið eins og eldur í sinu á milli fólks á netinu.
Cardi B throws microphone at audience member who threw a drink at her. pic.twitter.com/alLgHMFshb
— Pop Base (@PopBase) July 30, 2023