„Stundum hugsa maður bara: Hvað er ég að gera hérna? Hvað er í gangi?“ segir Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran þegar hún er spurð út í tilraunakenndar uppsetningar hjá óperuhúsinu Theater Basel í Sviss. Hún hefur verið fastráðin við húsið síðan 2020.
Álfheiður segir að sá sem stýri óperuhúsinu, Benedikt von Peter, sé þekktur fyrir að ögra áhorfendum og ræður umdeilda leikstjóra til að takast á við uppfærslur hússins.
„Maður getur orðað það þannig að stundum þurfi tónlistin að lúta fyrir skrítinni uppfærslu. En þá er það bara stundum þannig. Og það er líka bara ótrúlega gaman að koma áhorfendum á óvart,“ segir hún.
„Þetta eru oft sýningar sem fólk þekkir en það er gaman að sjá nýja nálgun.“
Álfheiður Erla var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum og rakti þar leið sína út í heim atvinnuóperusöngvara.
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/240300/