Madonna segist heppin að vera á lífi

Söngkonan Madonna er þakklát.
Söngkonan Madonna er þakklát. mbl.is/Instagram

Bandaríska söngkonan Madonna þakkaði aðstandendum sínum fyrir stuðninginn síðustu vikur eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús með alvarlega bakteríusýkingu. Söngkonan birti myndir og kveðju á Instagram-reikningi sínum í gærdag en þar segist hún heppin að vera á lífi. 

Madonna fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í New York-borg í júní og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús þar sem hún var í nokkra daga á gjörgæslu.

„Ást frá fjölskyldu og vinum er besta meðalið. Nú þegar einn mánuður er liðinn frá spítalavistinni get ég leyft mér að hugleiða,“ skrifaði poppstjarnan á Instagram. „Sem móðir getur þú auðveldlega misst yfirsýnina og einbeitt þér eingöngu að þörfum barnanna en nú þegar ég þurfti á hjálp að halda voru börnin öll til staðar fyrir mig. Ég sá hlið á þeim sem ég hafði aldrei séð áður,“ skrifaði Madonna.

Á myndunum sést söngkonan faðma son sinn, David Banda, og stilla sér upp við hlið dóttur sinnar, Lourdes. Söngkonan á einnig soninn Rocco og dæturnar Mercy, Estere og Stellu. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

Madonna átti að hefja tónleikaferð 15. júlí en áætlað er að söngkonan stígi á svið í Lundúnum þann 14. október næstkomandi. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson