Ráðin út á YouTube-myndband

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hefur starfað við virt óperuhús í borginni Basel í Sviss síðastliðin þrjú ár. Hún segir margt í þessum bransa snúast um að vera á réttum stað á réttum tíma og það á svo sannarlega við um leið hennar að föstum samningi við Theater Basel. 

Árið 2020 var henni með litlum fyrirvara boðið hlutverk í uppsetningu hjá Theater Basel í Sviss vegna þess að sópraninn sem fyrir var þurfti að draga sig út úr verkefninu.

Þeir tóku rosalega mikinn séns

 „Einhver hafði flett mér upp á YouTube, þannig ég var ráðin út frá einhverju YouTube-myndbandi,“ segir Álfheiður.

„Þeir tóku þar rosalega mikinn séns því þeir voru ekkert búnir að heyra í mér á sviði og hvort ég væri með nógu kraftmikla rödd til þess að syngja með svona stórri hljómsveit. En þannig hófst Basel-ævintýrið.“

Eftir þetta verkefni bauðst henni fastur samingur sem sópran við húsið og hún segist hafa verið fljót að þiggja það með þökkum enda hafi sér strax liðið vel í borginni.

Úr Apparition, samstarfsverkefni Álfheiðar, Kunal Lahiry og Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur, …
Úr Apparition, samstarfsverkefni Álfheiðar, Kunal Lahiry og Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur, í Eldborg í apríl á síðasta ári. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir

Álfheiður sagði frá daglegu lífi óperusöngkonu í Basel og mörgu fleiru í Dagmálum þar sem hún var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir