Ráðin út á YouTube-myndband

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hefur starfað við virt óperuhús í borginni Basel í Sviss síðastliðin þrjú ár. Hún segir margt í þessum bransa snúast um að vera á réttum stað á réttum tíma og það á svo sannarlega við um leið hennar að föstum samningi við Theater Basel. 

Árið 2020 var henni með litlum fyrirvara boðið hlutverk í uppsetningu hjá Theater Basel í Sviss vegna þess að sópraninn sem fyrir var þurfti að draga sig út úr verkefninu.

Þeir tóku rosalega mikinn séns

 „Einhver hafði flett mér upp á YouTube, þannig ég var ráðin út frá einhverju YouTube-myndbandi,“ segir Álfheiður.

„Þeir tóku þar rosalega mikinn séns því þeir voru ekkert búnir að heyra í mér á sviði og hvort ég væri með nógu kraftmikla rödd til þess að syngja með svona stórri hljómsveit. En þannig hófst Basel-ævintýrið.“

Eftir þetta verkefni bauðst henni fastur samingur sem sópran við húsið og hún segist hafa verið fljót að þiggja það með þökkum enda hafi sér strax liðið vel í borginni.

Úr Apparition, samstarfsverkefni Álfheiðar, Kunal Lahiry og Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur, …
Úr Apparition, samstarfsverkefni Álfheiðar, Kunal Lahiry og Mörtu Hlínar Þorsteinsdóttur, í Eldborg í apríl á síðasta ári. Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir

Álfheiður sagði frá daglegu lífi óperusöngkonu í Basel og mörgu fleiru í Dagmálum þar sem hún var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur. Þáttinn í heild má finna hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg