Prinsessan lét sjá sig eftir langa fjarveru

Charlene prinsessa leit vel út á galakvöldi í Mónakó.
Charlene prinsessa leit vel út á galakvöldi í Mónakó. AFP

Charlene prinsessa og Albert fursti af Mónakó gerðu sér glaðan dag á árlegu galakvöldi hjá Rauða krossinum í Monte Carlo. Með þeim í för var frænka Alberts, Camille Gottlieb, en hún er dóttir Stephanie prinsessu, systur Alberts.

Lítið hafði sést til Charlene prinsessu í sumar og voru fjölmiðlar þar ytra farnir að velta fyrir sér ástæðu fjarveru hennar.

Þá hafa margir veitt því eftirtekt að hún hefur ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla í langan tíma eða í um það bil átta mánuði. En prinsessan er vön að setja inn færslur á Instagram til þess að fagna ýmsum skemmtilegum tímamótum fjölskyldunnar eða kynna málefni sem henni eru hugleikin. Í fyrra setti hún inn til að mynda mynd af sér og Alberti til þess að fagna brúðkaupsafmæli þeirra. Það gerði hún ekki í ár og vakti það athygli enda alltaf hávær orðrómur um yfirvofandi skilnað.

Albert fursti af Mónakó og Charlene prinsessa virtust kát og …
Albert fursti af Mónakó og Charlene prinsessa virtust kát og glöð saman. AFP
Með þeim hjónunum var Camille Gottlieb frænka Alberts. Hún er …
Með þeim hjónunum var Camille Gottlieb frænka Alberts. Hún er dóttir Stephanie prinsessu, systur Alberts. AFP
Charlene leit út eins og hún væri á leið upp …
Charlene leit út eins og hún væri á leið upp að altarinu í hvítum kjól með blómvönd. AFP
Kjóllinn var alsettur semalíu steinum og ermarnar voru hálfgegnsæjar. Charlene …
Kjóllinn var alsettur semalíu steinum og ermarnar voru hálfgegnsæjar. Charlene var með stóra demantseyrnalokka og hélt á blómvönd í einni hendi og lítið hvítt samkvæmisveski í annarri. AFP
Lítið hefur borið á Charlene undanfarinn mánuð og voru fjölmiðlar …
Lítið hefur borið á Charlene undanfarinn mánuð og voru fjölmiðlar farnir að velta fyrir sér ástæðu fjarveru hennar. AFP
Glatt á hjalla í Mónakó.
Glatt á hjalla í Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka