Tónleikagestur leggur fram skýrslu til lögreglu vegna Cardi B

Cardi B sást kasta hljóðnema í tónleikagest á dögunum og …
Cardi B sást kasta hljóðnema í tónleikagest á dögunum og gæti nú þurft að taka afleiðingunum. AFP

Tónleikagestur hefur lagt fram skýrslu til lögreglunnar í Las Vegas eftir að hafa orðið fyrir hlut sem kastað var af sviðinu á tónleikum. CNN greinir frá.

Í skýrslunni er Cardi B ekki nefnd á nafn en heimilisfangið sem kemur fram, 3500 Las Vegas Boulevard, passar við tónleikastaðinn þar sem Cardi B hélt tónleika sína laugardaginn 29. júlí síðastliðinn. Þar náðist myndband af Cardi B kasta hljóðnema sínum í átt að tónleikagesti, eftir að gesturinn skvetti vatni yfir söngkonuna.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort skýrslan hafi verið lögð fram af einstaklingnum sem skvetti vatninu en á öðrum myndböndum af atvikinu má sjá hljóðnemann lenda á öðrum tónleikagesti. Samkvæmt lögreglu hefur enginn verið handtekinn og engin stefna verið lögð fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson