Tónleikagestur hefur lagt fram skýrslu til lögreglunnar í Las Vegas eftir að hafa orðið fyrir hlut sem kastað var af sviðinu á tónleikum. CNN greinir frá.
Í skýrslunni er Cardi B ekki nefnd á nafn en heimilisfangið sem kemur fram, 3500 Las Vegas Boulevard, passar við tónleikastaðinn þar sem Cardi B hélt tónleika sína laugardaginn 29. júlí síðastliðinn. Þar náðist myndband af Cardi B kasta hljóðnema sínum í átt að tónleikagesti, eftir að gesturinn skvetti vatni yfir söngkonuna.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort skýrslan hafi verið lögð fram af einstaklingnum sem skvetti vatninu en á öðrum myndböndum af atvikinu má sjá hljóðnemann lenda á öðrum tónleikagesti. Samkvæmt lögreglu hefur enginn verið handtekinn og engin stefna verið lögð fram.
Cardi B throws microphone at audience member who threw a drink at her. pic.twitter.com/alLgHMFshb
— Pop Base (@PopBase) July 30, 2023