Gagnrýndi Bebe Rexha fyrir þyngdaraukningu

Bebe Rexha og Keyan Sayfari eru hætt saman eftir tæplega …
Bebe Rexha og Keyan Sayfari eru hætt saman eftir tæplega þriggja ára samband. Samsett mynd

Söng­kon­an Bebe Rexha greindi frá sam­bands­slit­um henn­ar og Key­an Sa­yf­ari á tón­leik­um sín­um í Lund­ún­um á föstu­dags­kvöld. Rexha bað áhorf­end­ur að sýna sér skiln­ing enda eru sam­bands­slit sjaldn­ast auðveld. Söng­kon­an og Sa­yf­ari byrjuðu sam­an í sept­em­ber 2020. 

Söng­kon­an átti fullt í fangi með til­finn­ing­arn­ar þegar hún upp­lýsti tón­leika­gesti um sam­bands­slit­in og mátti sjá tár á hvarmi henn­ar þegar hún kom auga á skilti eins aðdá­anda sem sagði söng­kon­una vera „nóg.“

Sam­bands­slit­in koma aðeins tveim­ur vik­um eft­ir að Rexha birti smá­skila­boð frá Sa­yf­ari þar sem hann virt­ist tjá sig um lík­ams­ástand söng­kon­unn­ar og þyngd­ar­aukn­ingu. Söng­kon­an þjá­ist af fjöl­blöðru­eggja­stokka­heil­kenni (e. PCOS) og hef­ur verið mjög op­in­ská um þær lík­am­legu breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað frá grein­ingu. 

Sum­arið hef­ur verið sér­stak­lega viðburðarríkt hjá söng­kon­unni, en hún er á tón­leika­ferðalagi um þess­ar mund­ir. Rexha lenti í miður skemmti­legri upp­lif­un á tón­leik­um sín­um í New York-borg í júní þegar hún fékk síma grýtt held­ur harka­lega í and­litið og hlaut glóðar­auga og skurð eft­ir höggið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Draumar um mikilfengleika einkenna daginn. Ekki reyna að neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant