Gagnrýndi Bebe Rexha fyrir þyngdaraukningu

Bebe Rexha og Keyan Sayfari eru hætt saman eftir tæplega …
Bebe Rexha og Keyan Sayfari eru hætt saman eftir tæplega þriggja ára samband. Samsett mynd

Söngkonan Bebe Rexha greindi frá sambandsslitum hennar og Keyan Sayfari á tónleikum sínum í Lundúnum á föstudagskvöld. Rexha bað áhorfendur að sýna sér skilning enda eru sambandsslit sjaldnast auðveld. Söngkonan og Sayfari byrjuðu saman í september 2020. 

Söngkonan átti fullt í fangi með tilfinningarnar þegar hún upplýsti tónleikagesti um sambandsslitin og mátti sjá tár á hvarmi hennar þegar hún kom auga á skilti eins aðdáanda sem sagði söngkonuna vera „nóg.“

Sambandsslitin koma aðeins tveimur vikum eftir að Rexha birti smáskilaboð frá Sayfari þar sem hann virtist tjá sig um líkamsástand söngkonunnar og þyngdaraukningu. Söngkonan þjáist af fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. PCOS) og hefur verið mjög opinská um þær líkamlegu breytingar sem hafa átt sér stað frá greiningu. 

Sumarið hefur verið sérstaklega viðburðarríkt hjá söngkonunni, en hún er á tónleikaferðalagi um þessar mundir. Rexha lenti í miður skemmtilegri upplifun á tónleikum sínum í New York-borg í júní þegar hún fékk síma grýtt held­ur harka­lega í and­litið og hlaut glóðarauga og skurð eftir höggið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar