Þrír dansarar höfða mál gegn Lizzo

Fjölmiðlafulltrúra poppstjörnunnar hafa ekki viljað tjá sig um málið fram …
Fjölmiðlafulltrúra poppstjörnunnar hafa ekki viljað tjá sig um málið fram að þessu. AFP

Bandaríska söngkonan Lizzo hefur verið ákærð af þremur fyrrverandi dönsurum sínum sem halda því fram að poppdívan hafi skapað fjandsamlegt vinnuumhverfi fyrir dansarana. AFP greinir frá. 

Málsóknin, sem höfðuð var í Los Angeles, sakar Lizzo um ýmis brot á vinnulögum í Kaliforníu sem snúa að velferð dansaranna, en tónlistarkonan hefur lengi vakið heimsathygli fyrir skilaboð sín um sjálfsást og jákvæða líkamsímynd. 

Beitti þrýstingi á kynlífssýningu

Stefnendurnir eru þær Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez og eru þær fyrrverandi dansarar tónlistarkonurnar. Með málsókninni ásaka konurnar þrjár Lizzo meðal annars um kynferðislega, trúarlega og kynþáttafordóma, mismunun á grundvelli fötlunar og líkamsárásir. 

Ein ásakananna snýr að kynlífssýningu í rauða hverfi Amsterdamborgar sem dansararnir segjast hafa fundið fyrir þrýstingi til þess að mæta á, en á sýningunni á Lizzo að hafa þrýst á dansara sína að eiga í samskiptum við nakta skemmtikrafta að því er fram kemur í málsókninni. 

Mismunun á grundvelli kynþáttar

Þá kemur einnig fram að leiðtogi danshóps Lizzo, Shirlene Quigley, hafi oft á tíðum gert kynferðislegar athygasamdir og reynt að þröngva kristinni trú sinni, þá sérstaklega afstöðu sinni gegn kynlífi fyrir hjónaband upp á hina dansarana. 

Loks segir í málsókninni að hvítir stjórnendur framleiðslufyrirtæki Lizzo, Big Grrrl Big Touring, Inc. (BGBT), hafi reglulega sakað svörtu einstaklinga dansliðsins um leti, ófagmennsku og lélegt viðhorf, en framkomu af þessu tagi þurftu hvítir meðlimir danshópsins ekki að sæta. 

Fulltrúar poppstjörnunnar hafa ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup