Lizzo svarar fyrir sig

Lizzo segir orðræðuna ótrúlega.
Lizzo segir orðræðuna ótrúlega. AFP/Timothy Norris

Tón­list­ar­kon­an Lizzo seg­ir orðræðu síðustu daga gagn­vart sér ótrú­lega. Hún sé of sví­v­irðileg til að hún geti sleppt því að tjá sig.

Í gær var greint frá því að þrír dans­ar­ar tón­list­ar­kon­unn­ar hefðu höfðað mál gegn henni. Er hún meðal ann­ars sökuð um að skapa fjand­sam­legt vinnu­um­hverfi og fyr­ir kyn­ferðis­legt og trú­ar­legt áreiti, ásamt mis­mun­un á grund­velli fötl­un­ar.

Í til­kynn­ingu á In­sta­gram síðu sinni seg­ir Lizzo sög­urn­ar koma frá fyrr­ver­andi starfs­mönn­um sem hafi „þegar viður­kennt op­in­ber­lega að þeim hafi verið sagt að hegðun þeirra á tón­leika­ferðalag­inu hafi verið óviðeig­andi og ófag­mann­leg.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lizzo (@lizzo­beeating)

Seg­ist ekki vera ill­menni

Þá legg­ur hún áherslu á að hún hafi mikla ástríðu fyr­ir því sem hún starfi við og taki tón­list­ina og fram­komn­ar ásak­an­ir al­var­lega því hún vilji aðeins senda frá sér frá­bæra list.

„Ástríðu og mik­illi vinnu fylgja mikl­ar kröf­ur. Stund­um þarf ég að taka erfiðar ákv­arðanir en það er aldrei ætl­un mín að láta ein­hverj­um líða óþægi­lega eða eins og þeir séu ekki mik­ils­metn­ir sem mik­il­væg­ur hluti af teym­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hún seg­ist ekki vilja að litið sé á sig sem fórn­ar­lamb en þó sé hún ekki held­ur ill­mennið sem fólk og fjöl­miðlar hafi látið hana líta út fyr­ir að vera síðustu daga.

Meðal ann­ars seg­ir hún: „Ég þekki hvernig það er að vera lík­ams­s­mánaður dag­lega og myndi aldrei gagn­rýna eða reka ein­hvern vegna þyngd­ar sinn­ar.“

Til­kynn­ingu Lizzo í heild sinni má lesa með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Viðgerðir og breytingar reyna alltaf á þolinmæðina. Nú er lag að skreppa á safn, skoða garða, listhús, bókasöfn og fagrar byggingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Viðgerðir og breytingar reyna alltaf á þolinmæðina. Nú er lag að skreppa á safn, skoða garða, listhús, bókasöfn og fagrar byggingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason