Lizzo svarar fyrir sig

Lizzo segir orðræðuna ótrúlega.
Lizzo segir orðræðuna ótrúlega. AFP/Timothy Norris

Tónlistarkonan Lizzo segir orðræðu síðustu daga gagnvart sér ótrúlega. Hún sé of svívirðileg til að hún geti sleppt því að tjá sig.

Í gær var greint frá því að þrír dansarar tónlistarkonunnar hefðu höfðað mál gegn henni. Er hún meðal annars sökuð um að skapa fjandsamlegt vinnuumhverfi og fyrir kynferðislegt og trúarlegt áreiti, ásamt mismunun á grundvelli fötlunar.

Í tilkynningu á Instagram síðu sinni segir Lizzo sögurnar koma frá fyrrverandi starfsmönnum sem hafi „þegar viðurkennt opinberlega að þeim hafi verið sagt að hegðun þeirra á tónleikaferðalaginu hafi verið óviðeigandi og ófagmannleg.“

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

Segist ekki vera illmenni

Þá leggur hún áherslu á að hún hafi mikla ástríðu fyrir því sem hún starfi við og taki tónlistina og framkomnar ásakanir alvarlega því hún vilji aðeins senda frá sér frábæra list.

„Ástríðu og mikilli vinnu fylgja miklar kröfur. Stundum þarf ég að taka erfiðar ákvarðanir en það er aldrei ætlun mín að láta einhverjum líða óþægilega eða eins og þeir séu ekki mikilsmetnir sem mikilvægur hluti af teyminu,“ segir í tilkynningunni.

Hún segist ekki vilja að litið sé á sig sem fórnarlamb en þó sé hún ekki heldur illmennið sem fólk og fjölmiðlar hafi látið hana líta út fyrir að vera síðustu daga.

Meðal annars segir hún: „Ég þekki hvernig það er að vera líkamssmánaður daglega og myndi aldrei gagnrýna eða reka einhvern vegna þyngdar sinnar.“

Tilkynningu Lizzo í heild sinni má lesa með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan