Ken kom Gosling inn á vinsældarlista

Ryan Gosling ekki við eina eina fjölina felldur.
Ryan Gosling ekki við eina eina fjölina felldur. Skjáskot/IMDb

Lagið I’m Just Ken í flutningi leikarans Ryan Gosling er komið inn á Billboard-vinsældarlistann í Bandaríkjunum og situr nú í 87. sæti listans. Lagið er að finna á plötunni Barbie og í samnefndri kvikmynd.

Barbie-platan fór rakleiðis í annað sæti Billboard-plötulistans, en lagið I'm Just Ken er eitt af 17 lögum á plötunni. Listamenn á borð við Dua Lipa, Sam Smith og Billie Eilish er einnig að finna á plötunni og óhætt að segja að Gosling sé í góðum félagsskap.

Leikarinn er svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur þar sem hann vakti mikla athygli fyrir afbragðs sönghæfileika sína og heillaði unga sem aldna í hlutverki sínu sem dúkkan Ken.

Ballaðan, sem tónlistarframleiðandinn Mark Ronson samdi og framleiddi, var þó ekki eina lagið sem Gosling tók upp fyrir myndina. Leikarinn tók upp ábreiðu af laginu Push, sem hljómsveitin Matchbox Twenty gerði frægt árið 1997. Gosling syngur það ásamt fleiri leikurum sem túlka einnig karakterinn Ken.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton