Óvíst hvort Celine Dion stígi á svið aftur

Celine Dion glímir við sjaldgæfa taugaröskun.
Celine Dion glímir við sjaldgæfa taugaröskun. AFP

Claudette Dion, systir Celine Dion, sagði nýverið frá því að söngkonan hafi átt í miklum erfiðleikum með að finna meðferð við sjúkdómnum sem hún er greind með, en hún glímir við sjaldgæfu taugaröskunina Stiff Person Syndome (SPS).

Claudette Dion greindi frá því í viðtali við Le Journal de Montreal að þrátt fyrir að hafa unnið með „reyndustu vísindamönnum á þessu sviði“ hafi Grammy-verðlaunahafanum, 55 ára, gengið illa að ná einhverjum bata.

„Okkur hefur ekki tekist að finna lyf sem virkar, en það er mikilvægt að halda í vonina,” sagði Claudette Dion, 74 ára.

Celine Dion aflýsti öllum tónleikum, sem fyrirhugaðir voru í ár og næsta ári, vegna veikindanna, en óvíst er hvort söngkonan muni koma fram á ný.

Samkvæmt National Institue of Health er sjúkdómurinn afar sjaldgæfur og truflar starfsemi miðtaugakerfisins, en hann veldur stífni í búk og útlimum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir