Kom til Íslands í brúðkaupsferð

Cynthia Nixon.
Cynthia Nixon. AFP

„Við erum hérna í mjög seinkaðri brúðkaupsferð. Við giftum okkur fyrir ellefu árum, en með þrjú börn heima fyrir þá höfum við ekki haft tök á að fara í ævintýraferð eins og þessa, langt frá heimilinu. Svo að núna gerum við það loksins.“

Þetta segir leikkonan Cynthia Nixon, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Miröndu í bandarísku þáttaröðinni Beðmál í borginni, eða Sex and the City.

Halda áfram suður með ströndinni

Er hún í samtali við miðilinn iTromsø, en blaðamaður hitti fyrir Cynthiu og eiginkonu hennar, Christine Marinoni, á veitingastað í borginni í dag.

Þar kemur fram að þær hafi komið til Tromsø í gær eftir að hafa varið viku á Íslandi og Grænlandi.

Seint í kvöld halda þær svo leið sinni áfram suður með strönd Noregs, um borð í strandferðaskipinu Havila Capella.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir