Steves með sparnaðarráð til ferðamanna á Íslandi

Hér má sjá Rick Steves á íslenskum veitingastað.
Hér má sjá Rick Steves á íslenskum veitingastað. Ljósmynd/Rick Steves

Bandaríski ferðahandbókahöfundurinn og sjónvarpsmaðurinn Rick Steve segir það alkunnugt hve dýrt sé að dveljast á Íslandi sem ferðamaður, en hann heimsótti landið á dögunum.

Í ferð sinni komst hann þó að því að hægt væri að setja saman fína máltíð á furðu góðu verði með því einfaldlega að versla í hefðbundnum matvöruverslunum. Af því tilefni birti hann færslu á Facebook síðu sinni. 

„Ísland er dýrt, líkt og kunnugt er orðið. Á sumrin, með síaukinni eftirspurn eftir fleiri og fleiri gistirýmum, er gistingin sérstaklega hátt verðlögð. Matarverðlagning er einnig há, en þú getur sett saman furðu góða máltíð á furðu góðu verði einfaldlega með því að birgja þig upp af matvælum úr hefðbundnum matvöruverslunum þar sem íbúarnir versla,“ segir hann í færslu sinni. 

Keypti þrjár máltíðir fyrir verð einnar

„Ég eyddi síðustu 24 klukkustundunum af Íslandsdvöl minni á hótelherberginu mínu að ljúka við skrif áður en ég flaug aftur til Kaupmannahafnar. Ég ákvað því að spara tíma og pening með því að borða nesti inn á herberginu mínu, bæði í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. 

Þannig borgaði ég, fyrir þrjár máltíðir, minna en ég hefði gert fyrir hamborgara, franskar og bjór á ölstofu, og líka minna en ég greiði fyrir morgunmat á hótelinu þar sem ég gisti. Ég fór í verslunarleiðangur og keypti yfirdrifið magn af mat í þrjár máltíðir. Kostnaðurinn nam samtals 5.000 krónum. Það er há tala, en miðað við að gengi krónunnar sé 136 á móti einum bandaríkjadal, þá var einfalt að reikna það. Ég tek af tvö núll og dreg svo um þriðjung frá upphæðinni. Þannig eru 5.000 krónur um það bil 35 dalir.“

Loks birti hann mynd af kræsingunum, en hann hafði keypt sér skinku, maltbrauð, kirsuber, kex og eplasafa. Tómata, gulrætur  og epli, ost, jógúrt og rúgbrauð. 

Aðeins kjánar borga fyrir vatn

Færslan vakti vitaskuld athygli en þegar þetta hefur verið skrifað hefur henni verið deilt oftar en 300 sinnum, fengið yfir 11 þúsund læk og yfir þúsund ummæli. 

Rick Steves skrifaði sjálfur ummæli í framhaldi af færslunni þar sem hann birti mynd af sér á veitingastað. Hann sagði að þó það væri dýrt að borða á íslenskum veitingastöðum þá mætti hafa í huga að bæði virðisaukaskattur og þjónustugjald væri alltaf innifalið í verðinu. 

Ekki væri nein venja fyrir því að greiða þjórfé til viðbótar. Hanastél væru svívirðilega dýr en bjórinn væri á ágætis verði, framleiddur hér á landi og góður. Loks minnti hann á að það væru aðeins kjánar sem greiddu sérstaklega fyrir vatn á Íslandi, enda væri vatnið frítt hér. 

Loks bar hann þakkir til þeirra sem koma hingað frá þróunarríkjunum og lífga upp á matarmenninguna. Á Íslandi væri að finna blómlega matarmenningu frá öllum heimshornum, sem væri jafnvel ódýrari og áhugaverðari en hefðbundin íslensk matarmenning. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu á varðbergi gagnvart tilraunum til þess að leggja steina í götu þína. Reyndu umfram allt að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu á varðbergi gagnvart tilraunum til þess að leggja steina í götu þína. Reyndu umfram allt að halda ró þinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Carla Kovach