Hildur og Lady Gaga sögulegir sigurvegarar

Hildur og Lady Gaga vinna nú saman að nýrri mynd …
Hildur og Lady Gaga vinna nú saman að nýrri mynd um Jókerinn.

Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir og söngkonan Lady Gaga eiga eitt heimsmet sameiginlegt. Athygli er vakin á þessu í ýmsum færslum á samfélagsmiðlum sem gengið hafa eins og eldur í sinu á milli fólks.

Þar er bent á a að söngkonan og tónskáldið séu þær einu í heiminum sem unnið hafi til Óskars-, Grammy-, BAFTA-, og Golden Globe-verðlauna á einu og sama árinu. 

Vinna saman

Hildur er eins og mörgum er kunnugt margverðlaunuð fyrir tónsmíði sína í kvikmyndinni Joker, en Gaga vann til verðlaunanna vegna lagsins Shallow í kvikmyndinni A Star is Born.

Þær vinna nú saman að gerð Joker: Folie à Deux, sem er framhald fyrri myndarinnar og er myndin sögð verða söngleikur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar