Vilja trúlofa sig eftir skandal

Amy Robach og T.J. Holmes.
Amy Robach og T.J. Holmes. Samsett mynd

Fyrrverandi stjórnendur morgunþáttarins Good Morning America, Amy Robach og T.J. Holmes, eru sögð íhuga það alvarlega að færa samband sitt upp á annað stig og trúlofa sig. Framhjáhald þáttastjórnendanna skók fjölmiðlaheiminn á síðasta ári og úr varð heljarinnar skandall. Robach og Holmes var sagt upp af sjónvarpsstöðinni ABC í kjölfarið. 

Robach og Holmes urðu að fjölmiðlaefni í nóvember 2022 þegar DailyMail birti myndir af samstarfsfélögunum, en myndirnar sýndu parið á börum og veitingastöðum víðs vegar um New York og í sumarhúsi í norðurhluta ríkisins. 

Samkvæmt heimildarmanni Page Six hófst ástarsambandið í mars 2022 þegar parið var að æfa fyrir hálfmaraþon. Robach var gift leikaranum Andrew Shue og Holmes var kvæntur lögfræðingnum Marilee Fiebig. 

Parið hefur látið lítið fyrir sér fara í sviðsljósinu en eru sögð spennt fyrir framtíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren