Ragga Holm á Pride í Prag

Ragga Holm er tilbúin í Pride í Prag.
Ragga Holm er tilbúin í Pride í Prag.

Útvarpskonan, Reykjavíkurdóttirinn og plötusnúðurinn Ragga Holm mun koma fram  á Pridehátíðinni í Prag  í dag, laugardaginn 12. ágúst. Með henni á sviðinu verður tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, eða Steina, sem einnig er meðlimur í Reykjavíkurdætrum og hljómsveitinni Amabadama.

„Ég fékk tölvupóst frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þau spurði hvort að ég væri laus að koma fram á stóra sviðinu hjá þeim, ég sagði auðvitað já en hélt reyndar að þau væru að bóka mig sem plötusnúð,“ segir Ragga.

Ragga Holm og Steina koma fram 12. ágúst á Pride-hátíðinni …
Ragga Holm og Steina koma fram 12. ágúst á Pride-hátíðinni í Prag.

Blanda af sólólögum, Reykjavíkurdætrum og ábreiðum

Þegar það kom í ljós að tékknesku skipuleggjendurnir vildu fá Röggu til að rappa var hún fljót að bóka Steinu með sér, en þær hafa gefið út nokkur lög saman undir eigin nöfnum.

„Við ætlum að taka lög af sólóplötunni minni, smá Dætra-medley og svo tókum við upp tvö ný partý lög til að enda settið,“ segir Ragga. Annað þeirra, RIOT, er einmitt nýkomið út á streymisveitum. Var lagið frumflutt á Innipúkanum og segir Ragga að allt hafi ætlað um koll að keyra

Hitt lagið er ábreiða af laginu Let's Have a Kiki eftir Scissor Sisters. 

„Ég hafði samband við gaurinn sem er skráður höfundur en hef ekki enn fengið svar, þannig við þorum ekki að gefa það út. Það hefði samt verið æði fyrir helgina því þetta er algjör „gay anthem“. Vonandi seinna. Annars verður fólk bara að bóka okkur til að heyra,“ segir Ragga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney