Alþingismaðurinn og formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, kom sá og sigraði á Fiskideginum mikla á Dalvík þegar hún söng Simply the best með Tinu Turner heitinni.
Eins og heyrist í myndbandi Kristins Magnússonar þá hefur Inga kraftmikla rödd og góða sviðsframkomu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Inga stígur á svið því hún tók þátt í sjónvarpsþáttunum X-Factor sem fóru fram á Stöð 2 hér um árið. Hún sigraði reyndar ekki en vakti athygli.