IceGuys byrja með sjónvarpsþætti

Herra Hnetusmjör, Aron Can, Orri Hauksson forstjóri Símans, Rúrik Gíslason, …
Herra Hnetusmjör, Aron Can, Orri Hauksson forstjóri Símans, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór og Jón Jónsson. Ljósmynd/Lilja Hauks

Hljómsveitin IceGuys var stofnuð fyrr á árinu en hún samanstendur af nokkrum ólíkum einstaklingum sem hafa ekki unnið mikið saman. Þetta eru Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. Í morgun skrifaði hljómsveitin undir samning við Sjónvar Símans Premium um gerð á sjónvarpsþáttum sem fjalla um hljómveitina.  

Þættirnir verða í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, Allans Sigurðssonar og Hannesar Arasonar í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Atlavík og verða þeir frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium í október næstkomandi. Eftir fundinn tók sveitin lagið við glimrandi undirleik Jóns Jónssonar.  

Áhorfendur munu fá að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með hæðum og lægðum IceGuys á meðan þeir feta sig í nýjum hlutverkum sem meðlimir í vinsælli súpergrúbbu enda meðlimir allir þekktir tónlistarmenn sem hafa fyrir margt löngu stimplað sig inn í hjörtu landsmanna hver á sínum forsendum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ólíkir einstaklingar eru leiddir saman til þess að flytja tónlist og skemmta fólki. Eitt besta dæmið um það var hljómsveitin Nylon sem sigraði Ísland og haslaði sér völl í Los Angeles. Smartland tók einmitt hús á Nylon-stelpunum sumarið 2011 þar sem þær bjuggu saman í pínulítilli íbúð og voru tilbúnar að leggja margt á sig til þess að láta drauma sína rætast. Spurning er hvort Iceguys taki þetta alla leið líka? 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir