Litla systir Kate Moss opnar sig um erfitt systrasamband

Hálfsysturnar Kate Moss og Lottie Moss hafa aldrei verið nánar.
Hálfsysturnar Kate Moss og Lottie Moss hafa aldrei verið nánar. Samsett mynd

Litla systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, Lottie Moss, segir systurnar ekki vera jafn miklar vinkonur og fólk gerir ráð fyrir. Hún segir systur sína alla tíð hafa haft lítinn sem engann áhuga á að vera í sambandi við sig.

Kate og Lottie eru hálfsystur og eiga sama föður. Töluverður aldursmunur er á systrunum, eða 24 ár, og segir Lottie það án efa hafa haft áhrif á samband þeirra. „Ég og systir mín höfum aldrei verið nánar. Það er mikill aldursmunur á milli okkar,“ sagði hún í samtali við The Sun.

„Hún þarf ekki að vilja eiga samband við mig. Þegar ég var yngri gat ég ekki skilið það. Ég hugsaði: „Af hverju vill einhver í fjölskyldunni minni ekki vera í sambandi við mig? Ég skil það ekki“,“ bætti Lottie við.

Þrátt fyrir að erfiðar tilfinningar hafi lengi fylgt sambandsleysinu segist Lottie hafa tekið það í sátt í dag. Hún segir fjölskyldur vera allskonar og henni þyki samt sem áður afar vænt um systur sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson