Rupert Murdoch byrjaður að slá sér upp

Tengdamóðir Rómans Abramóvítsj er nýjasta kærasta Murdoch.
Tengdamóðir Rómans Abramóvítsj er nýjasta kærasta Murdoch. AFP

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch er aftur byrjaður að slá sér upp, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann slaufaði trúlofun sinni.

Elena Súkhóva hefur verið með honum í för á siglingu um Miðjarðarhafið síðustu vikurnar.

Hitti Súkhóvu í fjölskylduboði

Stutt er síðan að hann hætti við trúlofun sína og útvarpskonunnar Ann Lesley Smith. Murdoch, sem er 92 ára, hitti hina 66 ára gömlu Súkhóvu á fjölskyldufögnuði, sem fyrrum eiginkona hans Wendi Deng skipulagði að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.

Góð sátt virðist ríkja milli Murdoch og fyrrum eiginkonu hans, Deng. Hún býður honum í fjölskylduboð tengdum sameiginlegum börnum þeirra, Chloe og Grace. Þau skildu árið 2013 eftir að hafa verið gift í 14 ár.

Murdoch 92 ára og fjórgiftur

Rupert Murdoch hefur verið giftur í fjórgang en vísindamaðurinn Súkhóva var áður gift milljarðamæringnum Alexander Súkhóv.

Eftir að þau hittust í fyrrgreindu fjölskylduboði þá bauð Murdoch Súkhóvu á stefnumót. Talið er að nokkur alvara sé í sambandinu.

Dóttir Súkhóvu heitir Daría Súkhóva og er hún gift rússneska auðmanninum Róman Abramóvítsj, sem átti fótboltafélagið Chelsea þar til fyrir stuttu.

Ástarfundir á snekkju Onassis

Nýja parið hefur sést á snekkjunni Christina O, sem eitt sinn var í eigu skipakóngsins Aristótelesar Onassis. Það var á því ástarfleyi sem Onassis gekk á fjörurnar við Jackie Kennedy.

Samand þetta telst annað alvarlega samband Murdoch eftir að hann skildi við ofurmódelið Jerry Hall í ágúst í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir