Segir Fury vera fluttan út af heimilinu

Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur þeirra …
Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur þeirra Bambi. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Molly-Mae Hague greindi nýverið frá því að unnusti hennar, Tommy Fury, hafi flutt út af fjölskylduheimili þeirra tímabundið, eða næstu tvo mánuði. 

Parið tók á móti sínu fyrsta barni, dótturinni Bambi, síðastliðinn janúar og hafa notið sín í nýja hlutverkinu. Það er óhætt að segja að þau hafi svifið á bleiku skýji að undanförnu, en rúmar þrjár vikur eru liðnar frá því Fury fór á skeljarnar og bað Hague. Nú segir hún Fury hins vegar hafa flutt út af heimilinu til að fara í hnefaleikabúðir fyrir komandi bardaga hans. 

Í nýjasta Youtube-myndskeiði Hague segist hún vera frekar leið vegna þess að Fury hafi flutt út í „nokkuð langa tíma.“ Hún útskýrði þó að Fury hafi viljað vera heima næstu tvo mánuðina á meðann hann er í hnefaleikabúðunum en að dóttir þeirra myndu „trufla hann“ og gera hann „of mjúkan og fjarlægjan hnefaleikahugafarinu.“

„Þetta munu líklega vera tveir mánuðir sem við munum ekki búa saman. Svona eru æfingabúðirnar, hann hefur farið í nokkrar og í sumum þeirra hefur hann verið heima,“ útskýrði hún í myndskeiðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar