Íslensk OnlyFans-stjarna í argentínskum sjónvarpsþáttum

Ian Hachmann og Arna Bára Karlsdóttir munu taka þátt í …
Ian Hachmann og Arna Bára Karlsdóttir munu taka þátt í vinsælum argentískum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Instagram

OnlyFans-stjarnan Arna Bára Karlsdóttir greindi frá því fyrr í vikunni að hún og eiginmaður hennar, argentínska fyrirsætan Ian Hachmann, muni taka þátt í vinsælum argentínskum sjónvarpsþætti, Bailando, sem er með yfir 20 milljónir áhorfenda.

Arna Bára og Hachmann gengu nýverið í það heilaga á glæsilegri snekkju á Viðeyjarsundi. Hjónin framleiða sitt eigið erótíska efni á OnlyFans og hafa einnig verið ófeimin við að deila djörfum myndum á Instagram.

Þriggja tíma æfingar fimm sinnum í viku

Í færslu sinni á Facebook segir hún þættina vera danskeppni og að þeir svipi til hinna vinsælu bandarísku sjónvarpsþátta Dancing with the Stars þar sem frægt fólk er parað við atvinnudansara og keppa pörin í hinum ýmsu dansstílum.

„Þetta verður erfitt og krefjandi verkefni en ég veit að við getum þetta. Þriggja tíma æfingar fimm daga vikunnar og hinir dagarnir fara í viðtöl og fleira. Keppnin er hörð þar sem 29 hæfileikarík pör eru að keppa og ég er fyrsti alþjóðlegi keppandinn sem kemur inn í prógrammið og talar ekki reiprennandi spænsku,“ skrifaði Arna Bára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar