Sækir um skilnað og sakar Spears um framhjáhald

Britney Spears og Sam Asghari hafa slitið samvistum.
Britney Spears og Sam Asghari hafa slitið samvistum. AFP

Eiginmaður Britney Spears, Sam Asghari, hefur sótt um skilnað við poppstjörnuna vegna meints framhjáhalds. 

Orðrómur um erfiðleika í hjónabandi Asghari og Spears hefur verið á kreiki í nokkurn tíma, en Page Six staðfesti sambandsslit þeirra í gær, miðvikudag, og herma heimildir TMZ að Asghari hafi sótt um skilnað í kjölfarið og sé þegar fluttur út af heimili þeirra. 

Þá er skilnaðurinn sagður vera tilkomin vegna mikilla rifrilda á milli hjónanna og er Asghari sagður hafa sakað Spears um að hafa verið honum ótrú.

Ekki alltaf dans á rósum

Samband Spears og Asghari hefur ekki alltaf verið dans á rósum, en Asghari bað Spears í september 2021. Í apríl 2022 tilkynnti parið að þau ættu von á barni, en mánuði síðar greindu þau frá fósturmissi. 

Þau gengu í það heilaga í júní 2022 við lágstemmda athöfn í Los Angeles, en fyrir brúðkaupið rataði Asghari í fjölmiðla vegna þess hve erfiðlega gekk að gera kaupmála og voru kröfur Asghari sagðar miklar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup