Tónlistarmaðurinn Drake kom aðdáendum sínum verulega á óvart þegar hann gaf heppnum tónleikagesti í Los Angeles Birkin-tösku frá franska tískuhúsinu Hermès að andvirði tæplega fjögurra milljóna króna.
Myndskeið af atvikinu hefur vakið mikla athygli á TikTok, en þar má sjá Drake ganga á sviðið með bleika Birkin-tösku. Hann gengur svo að áhorfendum sínum og velur konu í fremstu röð til að taka á móti veskinu og segir svo: „Gangið úr skugga um að hún sé með öryggisgæslu á leiðinni út.“
@designer.ave His show tonight at the Forum in LA 😍But why wasnt it me lmao #itsablurtour #drake #birkin #losangeles #forum #california ♬ original sound - Designer.ave