Spears sögð hafa haldið við starfsmann sinn

Britney Spears og Sam Asghari eru að skilja.
Britney Spears og Sam Asghari eru að skilja. AFP

Það hef­ur verið nóg að gera hjá fjöl­miðlum vest­an­hafs síðastliðinn sól­ar­hring eft­ir að Sam Asghari greindi frá því að hann hefði sótt um skilnað við popp­dív­una Brit­ney Spe­ars vegna meints fram­hjá­hald. 

Heim­ild­ir TMZ herma að Spe­ars hafi haldið við starfs­mann á heim­ili þeirra og beðið hann að taka eró­tískt mynd­efni af henni. Í kjöl­farið hafi komið til mik­illa rifr­ilda milli hjón­anna og er Spe­ars sögð hafa beitt Asghari lík­am­legu of­beldi.

Nú hef­ur Asghari tjáð sig op­in­ber­lega um skilnaðinn, en hann deildi texta á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. 

„Eft­ir sex ár af ást og skuld­bind­ingu hvort við annað höf­um við kon­an mín ákveðið að binda enda á ferðalag okk­ar sam­an. Við mun­um halda í þá ást og viðringu sem við ber­um fyr­ir hvort öðru og ég óska henni alls hins besta. Skít­ur skeður.

Að biðja um friðhelgi einka­lífs­ins virðist fá­rán­legt svo ég mun bara biðja alla, þar á meðal fjöl­miðla, um að vera góðir hug­ul­sam­ir,“ skrifaði Asghari.

Asghari tjáði sig um skilnaðinn í fyrsta sinn í gærkvöldi.
Asghari tjáði sig um skilnaðinn í fyrsta sinn í gær­kvöldi. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú finnir til óvenjulegs örlætis í garð einhvers í dag. Betri staða gengur í augun á öðrum, en þér verður alveg sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Anna Sund­beck Klav
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú finnir til óvenjulegs örlætis í garð einhvers í dag. Betri staða gengur í augun á öðrum, en þér verður alveg sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Anna Sund­beck Klav
5
Sofie Sar­en­brant
Loka