Svona litu Guðni og Eliza út fyrir 20 árum

Tuttugu ár eru liðin frá því Eliza Reid forsetafrú flutti …
Tuttugu ár eru liðin frá því Eliza Reid forsetafrú flutti til Íslands. Hún var þá nýtrúlofuð eiginmanni sínum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Samsett mynd

Í dag eru tuttugu ár frá því Eliza Reid forsetafrú flutti til Íslands. Í kjölfarið keypti hún sína fyrstu íbúð ásamt eiginmanni sínum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á 10,8 milljónir króna, en íbúðin var 97 fm að stærð í miðbæ Reykjavíkur. 

Eliza birti skemmtilega færslu í tilefni dagsins og birti með færslunni mynd af forsetahjónunum fyrir tuttugu árum þegar þau voru að flytja í íbúðina sína. 

Í færslunni rifjar hún upp hvernig það var að flytja til Íslands, en þau Guðni voru þá nýtrúlofuð og höfðu ákveðið að hefja líf sitt saman á Íslandi eftir að hafa kynnst á Englandi og búið þar í tæplega fimm ár.

Skorti halloumi-ost og gott creme fraiche

„Ég skrifaði í dagbókina mína, alveg án nokkurrar kaldhæðni, um þann vanda í þessu nýja landi að sum matvæli skorti alveg, einkum halloumi-ost (sem fæst núna) og gott creme fraiche (sem ég hef ekki enn fundið). Ég man líka að mánuðum saman gat ég ekki leigt spólur á vídeóleigunni því til þess þurfti kennitölu og þar var kerfið bara uppfært tvisvar á ári. Já, það var svo sannarlega erfitt fyrir mig að vera innflytjandi ...,“ skrifaði hún meðal annars í færslunni.

„Ég gat lært íslensku því ég var í vel launuðu starfi og gat greitt fyrir námskeiðin. Ég bjó í miðbænum og gat gengið eða tekið strætó fyrir starfið og félagslífið. Ég var með innfæddum maka sem studdi mig í hvívetna og hjálpaði mér að skilja nýja siði og venjur. Ég kom frá öðru ríku landi og minn bakgrunnur var þannig að ég mætti ekki sömu fordómum og margir aðrir innflytjendur.

Í ágústlok fyrir 20 árum átti ég mér þann draum að setjast hér að, var bæði spennt og dálítið kvíðin yfir því að ætla að lifa um langt skeið á þessari eyju úti í hafi. Þá gat ég auðvitað ekki séð fyrir að við Guðni myndum eignast fjögur, yndisleg börn til viðbótar við hans mögnuðu dóttur, að ég myndi stofna ritlistarbúðir sem hafa gengið mjög vel, gefa út bók og hvað þá að verðandi eiginmaður minn yrði næsti forseti landsins. Þetta hefur svo sannarlega verið mikið ævintýri. Megi næstu 20 ár vera eins góð og árin eftir það líka!“

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård