Erfitt að mega ekkert segja

Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var í dag …
Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var í dag tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. „Mesti heiður sem maður getur óskað sér,“ segir Hilmar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er auðvitað búinn að vita af þessu í smátíma, að þetta myndi gerast,“ segir Hilmar Oddsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Á ferð með mömmu sem í kvöld var tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á kvikmyndahátíðinni Norwegian International Film Festival í Haugesund í Noregi.

„Það var ákaflega erfitt að geta ekki talað um það,“ segir Hilmar hrærður en stranglega bannað var að greina frá nokkrum tilnefningum ráðsins þar til í dag. „Þetta er náttúrulega einhver mesti heiður sem maður getur óskað sér sem norrænn kvikmyndagerðarmaður. Ég gerði enga mynd í tólf ár þegar ég var að reka kvikmyndaskólann og þá tók ég að mér dómnefndarstörf fyrir þessi verðlaun og þekki því hve vönduð vinna þarna fer fram og hve vel er vandað til í alla staði,“ segir leikstjórinn af undirbúningi tilnefninganna.

Grænland með í fyrsta sinn

Ein mynd er tilnefnd frá hverju Norðurlandanna og er hvert land með eigin dómnefnd. „Við veljum okkar framlag, þó ekki með kosningu, það er bara dómnefndin sem fer yfir kvikmyndir frá viðkomandi ári og velur. Formaður þeirrar dómnefndar tekur svo þátt í störfum aðaldómnefndarinnar sem velur hver fær að lokum verðlaunin,“ útskýrir leikstjórinn.

Ford Cort­ina á vest­firsk­um veg­um. Á ferð með mömmu ger­ist …
Ford Cort­ina á vest­firsk­um veg­um. Á ferð með mömmu ger­ist árið 1980 og var Hilm­ar með handritið í gerj­un um tveggja ára­tuga skeið og skrifaði sér­stak­lega með Þröst Leó Gunn­ars­son í huga sem son látinnar móður sem hann ekur með í aftursætinu yfir landið. Ljósmynd/Vilborg Einarsdóttir

Í ár er Grænland í fyrsta skiptið með og telur Hilmar það mjög spennandi. „Það hefur aldrei gerst áður, nú eru löndin sex í stað fimm sem er mjög gaman. Ég er ekki búinn að sjá þessar myndir enn þá, ætla að reyna að sjá eitthvað á morgun og ég er mjög spenntur að sjá þessa grænlensku mynd því þeir hafa ekki gert margar myndir. Mér skilst meira að segja að það sé íslenskur tökumaður á henni sem ég kannast reyndar ekki við,“ segir hann.

Þrátt fyrir að hafa ekki enn séð hverju keppinautarnir tefla fram hefur Hilmari verið tjáð að samkeppnin sé mjög verðug og hörð í ár, „að þetta sé mjög sterkt ár. En það getur vel verið að þeir segi það á hverju ári, ég veit það ekki,“ segir Hilmar og hlær.

Á efsta degi í óperunni

Hátíðin í Haugesund er langt í frá ný af nálinni, „ég kom hérna fyrst árið 1986 með Eins og skepnan deyr,“ segir Hilmar við blaðamann sem var tólf ára þá en man eftir myndinni. „Ég kom hérna líka með Tár úr steini, þessi hátíð hefur líklega verið stofnuð sextíu og eitthvað eða sjötíu, hún er að minnsta kosti það gömul,“ heldur hann áfram.

Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki sínu sem Jón í myndinni …
Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki sínu sem Jón í myndinni sem nú hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljósmynd/Aðsend

Haugesund-hátíðin er eins konar forkynning myndanna en útnefningin sjálf verður í Óperunni í Ósló 31. október. „Og þá mun ég ekkert vita fyrr en úrslitin eru tilkynnt, það er bara eins og á Óskarnum og maður fær allt tilfinningabúntið í einni hendingu,“ segir Hilmar Oddsson leikstjóri frá, nýtilnefndur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, og þeir blaðamaður „handsala“ það símleiðis að hittast í norsku höfuðborginni téð kvöld í viðtal við annaðhvort nýbakaðan verðlaunahafa eða gamalreyndan leikstjóra frá Íslandi sem var þó alla vega tilnefndur til þessara stórverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka