Móðir Miley Cyrus gekk í það heilaga

Tish Cyrus og Dominick Purcell eru hjón.
Tish Cyrus og Dominick Purcell eru hjón. Samsett mynd

Leikarinn Dominic Purcell, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Lincoln Burrows í þáttaröðinni Prison Break, kvæntist unnustu sinni, Tish Cyrus, á laugardag í hátíðlegri en lágstemmdri athöfn. Page Six greindi frá brúðkaupinu.

Athöfnin fór fram í bakgarði á lúxussetri í Malibu. Dóttir Tish Cyrus, poppstjarnan Miley Cyrus var brúðarmær móður sinnar og stóð við hlið hennar.

Purcell og Cyrus opinberuðu samband sitt í nóvember á síðasta ári. Cyrus sótti um skilnað frá sveitasöngvaranum Billy Ray Cyrus í þriðja sinn í apríl í fyrra, en fyrrverandi hjónin voru gift í 28 ár. Cyrus og Ray Cyrus eiga fimm börn.

Purcell var kvæntur Rebeccu Williamson á árunum 1998 til 2008 og á með henni fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar