Leikarinn Dominic Purcell, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Lincoln Burrows í þáttaröðinni Prison Break, kvæntist unnustu sinni, Tish Cyrus, á laugardag í hátíðlegri en lágstemmdri athöfn. Page Six greindi frá brúðkaupinu.
Athöfnin fór fram í bakgarði á lúxussetri í Malibu. Dóttir Tish Cyrus, poppstjarnan Miley Cyrus var brúðarmær móður sinnar og stóð við hlið hennar.
Purcell og Cyrus opinberuðu samband sitt í nóvember á síðasta ári. Cyrus sótti um skilnað frá sveitasöngvaranum Billy Ray Cyrus í þriðja sinn í apríl í fyrra, en fyrrverandi hjónin voru gift í 28 ár. Cyrus og Ray Cyrus eiga fimm börn.
Purcell var kvæntur Rebeccu Williamson á árunum 1998 til 2008 og á með henni fjögur börn.