Hollywood-leikkona reif upp kynhvöt Andy Cohen

Andy Cohen greindi frá skemmtilegu atviki.
Andy Cohen greindi frá skemmtilegu atviki. Skjáskot/Instagram

Banda­ríski sjón­varps­maður­inn Andy Cohen er þekkt­ur fyr­ir að leysa frá skjóðunni í spjallþætti sín­um Watch What Happ­ens Live. Á mánu­dag deildi hinn viðfelldni og viðkunn­an­legi sjón­varps­maður sögu af eld­heit­um en platónsk­um kossi hans og stór­leik­kon­unn­ar Jenni­fer Lawrence í þáttaliðnum Ask Andy. 

Lawrence, 33 ára, átti hug­mynd­ina að kossi pars­ins, sem átti sér stað að lokn­um tök­um í júní. Cohen, 55 ára, sagði áhorf­end­um í sjón­varps­sal að hann hafi verið „mjög stressaður“ enda þætti hon­um Lawrence „mjög heit“, en sjálf­ur er Cohen op­in­ber­lega sam­kyn­hneigður. 

Eft­ir koss­inn vildi Lawrence ólm kom­ast að því hvort henni hefði tek­ist að rífa upp kyn­hvöt­ina og það var þá sem spjallþátta­stjórn­and­inn sagði: „Ég er stíf­ur, ég er harður eins og klett­ur,“ og fékk það leik­kon­una til þess að springa úr hlátri. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cohen kyss­ir gest. Spjallþátta­stjórna­dinn átti heita stund með söngv­ar­an­um John Mayer í júní 2018 þegar söngv­ar­inn hjálpaði Cohen að halda upp á fimm­tugsaf­mæli hans í sjón­varps­sal. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son