Lokar eftir aðeins örfáar vikur í sýningu

Leikarar í söngleik byggðum á lögum Britney Spears.
Leikarar í söngleik byggðum á lögum Britney Spears. Samsett mynd

Söngleikurinn Once Upon a One More Time, byggður á lögum poppstjörnunnar Britney Spears, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. september næstkomandi eftir aðeins tæplega tíu vikur í sýningu.

Hinn svokallaði „jukebox“-söngleikur var frumsýndur hinn 22. júní síðastliðinn í Marquis-leikhúsinu í New York-borg og hefur miðasala á sýninguna verið afar dræm. 

Tilkynnt var um endalok söngleiksins á Instagram í gærdag.

Vinsælustu lög Spears keyra sýninguna áfram, en lög á borð við Oops I Did It Again, Lucky, Toxic og Baby One More Time heyrast í sýningunni.

Idol-stjarnan Justin Guarini fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, en hann varð í öðru sæti á eftir Kelly Clarkson í fyrstu þáttaröð American Idol. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup