Tjáði sig um þrálátan orðróm um kynhneigð sína

Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu …
Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu Pearman-Maday. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Whoopi Gold­berg tjáði sig ný­verið um þrálát­an orðróm sem hef­ur verið á kreiki í mörg ár um kyn­hneigð Óskar­sverðlauna­leik­kon­unn­ar. 

Gold­berg var gest­ur hjón­anna Raven-Symoné og Miröndu Pe­arm­an-Maday í hlaðvarpsþætt­in­um The Best Podcast Ever with Raven and Mir­anda á sunnu­dag og sagði Raven-Symoné leik­kon­una gefa frá sér „hinseg­in strauma“. 

Þrískil­in og fær spurn­ing­una reglu­lega

„Kon­ur hafa spurt mig að þessu svo lengi sem ég hef verið til, en ég er ekki lesbía,“ sagði Gold­berg, sem er heims­fræg fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­um á borð við Sister Act I & II, Ghost, Girl In­terrupted og The Col­or Purple. „Ég þekki marg­ar lesb­í­ur og hef leikið þær í sjón­varpi,“ sagði leik­kon­an, en spurn­ing­in kom Gold­berg ekk­ert á óvart. 

Gold­berg, 67 ára, deildi því með hjón­un­um að hún hefði þó reglu­lega þurft að setja nokkr­um hinseg­in vin­kon­um sín­um skýr mörk og þar á meðal henni Raven-Symoné, en þær sátu sam­an við spjall­borð The View frá 2015 til 2016. „Satt best að segja, þegar ég var í kring­um þig, þá fannst mér þú gefa frá þér hinseg­in strauma. Ég elskaði þig mjög mikið og vildi mikið...,“ játaði hin 37 ára gamla hlaðvarps­stjarna.

Sjálf er Gold­berg þrískil­in. Hún gift­ist fíkni­efnaráðgjaf­an­um Al­vin Mart­in árið 1973, aðeins 18 ára göm­ul og á með hon­um eina dótt­ur, Al­exöndru. Hjóna­bandið ent­ist í sex ár. Leik­kon­an gift­ist hol­lenska kvik­mynda­töku­mann­in­um Dav­id Claessen árið 1986, en þau skildu tveim­ur árum síður. Gold­berg gekk í hnapp­held­una í þriðja sinn árið 1994 og þá með leik­ar­an­um Lyle Trachten­berg, en þau skildu einnig tveim­ur árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son