Tjáði sig um þrálátan orðróm um kynhneigð sína

Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu …
Whoopi Goldberg ræddi við hlaðvarpsstjörnurnar Raven-Symoné og eiginkonu hennar Miröndu Pearman-Maday. AFP

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg tjáði sig nýverið um þrálátan orðróm sem hefur verið á kreiki í mörg ár um kynhneigð Óskarsverðlaunaleikkonunnar. 

Goldberg var gestur hjónanna Raven-Symoné og Miröndu Pearman-Maday í hlaðvarpsþættinum The Best Podcast Ever with Raven and Miranda á sunnudag og sagði Raven-Symoné leikkonuna gefa frá sér „hinsegin strauma“. 

Þrískilin og fær spurninguna reglulega

„Konur hafa spurt mig að þessu svo lengi sem ég hef verið til, en ég er ekki lesbía,“ sagði Goldberg, sem er heimsfræg fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Sister Act I & II, Ghost, Girl Interrupted og The Color Purple. „Ég þekki margar lesbíur og hef leikið þær í sjónvarpi,“ sagði leikkonan, en spurningin kom Goldberg ekkert á óvart. 

Goldberg, 67 ára, deildi því með hjónunum að hún hefði þó reglulega þurft að setja nokkrum hinsegin vinkonum sínum skýr mörk og þar á meðal henni Raven-Symoné, en þær sátu saman við spjallborð The View frá 2015 til 2016. „Satt best að segja, þegar ég var í kringum þig, þá fannst mér þú gefa frá þér hinsegin strauma. Ég elskaði þig mjög mikið og vildi mikið...,“ játaði hin 37 ára gamla hlaðvarpsstjarna.

Sjálf er Goldberg þrískilin. Hún giftist fíkniefnaráðgjafanum Alvin Martin árið 1973, aðeins 18 ára gömul og á með honum eina dóttur, Alexöndru. Hjónabandið entist í sex ár. Leikkonan giftist hollenska kvikmyndatökumanninum David Claessen árið 1986, en þau skildu tveimur árum síður. Goldberg gekk í hnapphelduna í þriðja sinn árið 1994 og þá með leikaranum Lyle Trachtenberg, en þau skildu einnig tveimur árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir