Hannes Þór Halldórsson stofnar framleiðslufyrirtæki

Hannes Þór Halldórsson er búinn að stofna framleiðslufyrirtækið Atlavík ásamt …
Hannes Þór Halldórsson er búinn að stofna framleiðslufyrirtækið Atlavík ásamt Allan Sigurðssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrum markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki sem ber nafnið Atlavík. Fyrirtækið stofnar hann ásamt leikstjórunum og framleiðendunum, Allani Sigurðssyni og Hannesi Þór Arasyni. 

„Nafnið Atlavík hefur ýmsar skýringar en aðallega finnst okkur gaman að tengja okkur við stað sem margir tengja góðar og nostalgískar minningar við og vonum við að nýja fyrirtækið muni einnig færa fólki gleði með verkefnum sínum,“ segir Hannes Þór og bætir við: 

„Teymið okkar er með mikla reynslu í sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð og hefur hlotið nokkur Edduverðlaun fyrir á undanförnum árum, ásamt að hafa gert auglýsingar sem hafa unnið til stórra alþjóðlegra verðlauna s.s. Cannes Lions og Effies. Markmið okkar er að halda áfram á þessari braut þar sem reynsla okkar liggur mest á þessu sviði, en langtímamarkmið Atlavíkur er klárlega að vinna að fleiri leiknum kvikmyndum og sjónvarpsseríum,“ segir hann. 

Félagið hefur fengið til liðs við sig leikstjórana Hafstein Gunnar Sigurðsson og Anní Ólafsdóttur. Hafsteinn Gunnar leikstýrði sjónvarpsþáttunum Aftureldingu sem sýndir voru á Rúv og kvikmyndunum Undir Trénu og París Norðursins. Anní Ólafsdóttir hefur hlotið lof fyrir heimildarmyndir sínar, og leikstjóra- og ljósmyndatvíeykið Helgi og Hörður hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir auglýsingar sínar og sjónvarpsþætti. Koma þau til með að starfa sem auglýsingaleikstjórar fyrir hina nýstofnuðu Atlavík.

Hannes Þór Arason, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Arason, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Halldórsson.

Hannes Þór og Allan hafa framleitt seríur á borð við Fílalag, Veisluna, Tónlistamennina okkar og heimildarmyndina Velkominn Árni sem hlaut mikla athygli þegar hún var sýnd á Rúv. 

„Við erum um þessar mundir í tökum á sjónvarpsseríu um IceGuys hljómsveitina fyrir Sjónvarp Símans sem verður frumsýnd í október og svo erum við einnig að hefja tökur á spennandi nýrri seríu fyrir Stöð 2 ásamt því að vera með fleiri verkefni í þróun. Einnig erum við að vinna að aðlögun sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar ásamt höfundum hennar, Sveini Ólafi Gunnarssyni og Ólafi Ásgeirssyni, en verkefnið hlaut fyrsta handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands á dögunum. Þannig að það eru mörg járn í eldinum um þessar mundir og fyrirtækið strax komið á góða siglingu. Við erum því mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Hannes. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton