Krefjandi að ganga til liðs við Stuðmenn

Bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Rökkurró sem tók þátt í Músíktilraunum árið 2006 og gaf í framhaldinu út vinsæla tónlist og hélt í tónleikaferðalög erlendis. 

Síðan þá hefur Ingibjörg komið fram víða. Hún hefur til dæmis spilað með Bubba og Emilíönu Torrini og tekið þátt í leikhúsuppfærslum. 

„Ég var alltaf að fá boð í mjög skemmtileg verkefni og sagði í rauninni já við öllu. Maður lærir rosalega mikið á því,“ segir hún. 

Mikill skóli að taka við af Tómasi

Árið 2018 var hún síðan fengin til að spila með Stuðmönnum eftir að bassaleikarinn Tómas Magnús Tómasson lést og hefur spilað með hljómsveitinni síðan.

„Að stíga inn í skó Tómasar var mjög krefjandi. Mig langaði að reyna að læra þetta allt af virðingu við hann og allt sem hann hefur gert fyrir alla tónlist,“ segir hún.

Ingibjörg Elsa Turchi hefur leikið með Stuðmönnum frá 2018.
Ingibjörg Elsa Turchi hefur leikið með Stuðmönnum frá 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var mikill skóli og skemmtilegt og þetta eru náttúrulega frábær lög. Fólk á böllum kann enn þá öll lögin.“

Ingibjörg Elsa var gestur Dagmála og kynnti þar meðal annars nýja plötu sem nefnist Stropha og er væntanleg á streymisveitur 1. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka