Martha Stewart kældi kokteil með broti úr ísjaka

Martha Stewart sýndi kokteilinn á Instagram.
Martha Stewart sýndi kokteilinn á Instagram. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan og Íslandsvinkonan Martha Stewart sætir nú talsverðri gagnrýni frá fylgjendum sínum á Instagram vegna mynda sem sýna hana nota brot af ísjaka til að kæla kokteil.

Stewart hefur verið á siglingu frá Íslandi til Grænlands síðastliðna daga og í stoppi sínu hérlendis heimsótti hún meðal annars Sky Lagoon og Omnom-súkkulaðigerðina. 

Á mánudag birti hin 82 ára gamla matreiðslustjarna mynd af sér og deildi með tæplega tveimur milljónum fylgjenda sinna hvernig hún héldi kokteilnum köldum. „Við náðum í lítinn ísjaka til að kæla kokteilana okkar í kvöld,“ skrifaði Stewart við færsluna.

Fylgjendur stjörnunnar voru ekki par ánægðir með Stewart og létu hana heyra það í athugasemdunum. Mörgum fannst þetta taktlaust hjá stjörnunni og bentu á áhrif hlýnunar jarðar á samfélag dýra og manna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar