61 árs og í nýrri rómantískri gamanmynd

Meg Ryan snýr aftur á skjáinn.
Meg Ryan snýr aftur á skjáinn. Samsett mynd

Drottning rómantísku gamanmyndanna, Meg Ryan, snýr aftur á skjáinn í nýrri kvikmynd, What Happens Later, sem frumsýnd verður síðar á árinu. Lítið hefur farið fyrir leikkonunni undanfarin ár en nú síðast fór hún með hlutverk Mrs. Macauley í kvikmyndinni Ithaca sem kom út árið 2015.

Mikil spenna ríkir fyrir endurkomu Ryan enda hafa allir helstu Hollywood-draumaprinsarnir fallið fyrir henni á skjánum. Í þetta sinn er það David Duchovny, sem margir þekkja úr þáttaseríunni X-Files, sem Ryan mun að öllum líkindum heilla upp úr skónum.

Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Bleecker Street frumsýndi stiklu úr kvikmyndinni á miðvikudag, en hún sýnir Ryan, 61 árs, og Duchovny, 63 ára, rekast á hvort annað eftir margra ára fjarveru á flugvelli þar sem þau eru bæði veðurteppt. Ásamt því að leika annað aðalhlutverkanna er Ryan einnig leikstjóri kvikmyndarinnar.

What Happens Later er sögð fanga hinn klassíska „rom-com“ anda tíunda áratugarins og er því til mikils að hlakka til.

View this post on Instagram

A post shared by Meg Ryan (@megryan)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar